top of page

City of Care · Borg umhyggjunnar

05.07.23 - 23.08.23

Tatiana Bilbao og Listaháskóli Íslands


sýnendur · exhibitors: arkitektarnemar LHÍ · architecture students of LHÍ

tímabil · period: 03.05.23 - 23.06.23

 

Allar borgir eru hannaðar og þróaðar til að vera vettvangur fyrir mannfólkið til að framleiða. Nútíma húsnæði virðist hins vegar oft gleyma að til þess að geta framleitt þurfum við að geta lifað. Umhyggja er undirstaða þess að geta lifað og skapað — en hvernig myndi borg umhyggjunnar líta út? Í þessari sýningu takast BA og MA arkitektanemar LHÍ við þessa spurningu út frá vinnustofu Tatiönu Bilbao sem var haldin 2. til 6. október.


Tatiana Bilbao hefur sett svip sinn á alþjóðlegan arkitektúr allt frá stofnun Tatiana Bilbao ESTUDIO í Mexíkóborg árið 2004. Verk Tatiönu einkennast af djúpri samkennd og samþættingu samfélagslegra gilda og sjálfbærni í hönnun. Tatiana hefur unnið til fjölda verðlauna og hefur kennt við Yale, Harvard, Columbia og fjölda annarra þekktra háskóla.


Heimsókn Tatiönu Bilbao til Íslands var skipulögð af Arctic Space og var hluti af vinnu félagsins til að þjóna sem gátt milli alþjóðlegs og íslensks samtímaarkitektúrs. Arctic Space þakkar innilega styrktaraðilunum sem gerðu heimsókn Tatiönu mögulega: Reykjavíkurborg, LHÍ, Fræðagarður, Arkitekafélag Íslands auk fjölmargra íslenskra arkitektastofa.


· English ·

Cities are designed and developed to be a platform for humans to produce. Today’s urban landscape, however, seems to forget that to produce we first need to exist. Care is the labour we need to produce in order to exist — but what form would a City of Care take? In this exhibition BA and MA architecture students at LHÍ (Iceland University of Arts) aim to answer this question, based on the 5-day intensive workshop architect Tatiana Bilbao held October 2nd to 6th.


Tatiana Bilbao has been a noteworthy actor in the international architectural scene since the foundation of her studio, Tatiana Bilbao ESTUDIO, in Mexico City in 2004. Bilbao’s work is characterised by deep empathy and the integration of social values and sustainability in design. Bilbao has received numerous awards and has taught at Yale, Harvard, Columbia, and various other esteemed institutions.


Tatiana Bilbao’s visit to Iceland was organised by Arctic Space and supported by the City of Reykjavík, LHÍ (Iceland University of Arts), Fræðagarður, Architects Association of Iceland and numerous Icelandic architecture studios.

 

myndir frá sýningunni · photos from the exhibition



Comments


bottom of page