top of page

Heimsókn Tatiönu Bilbao til Íslands



Tatiana Bilbao, ein mikilvægasta rödd í samtímaarkitektúr, heimsótti Ísland nú á dögunum til að halda fyrirlestur og leiða fimm daga vinnustofu í tilefni af 20 ára starfsafmæli arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands og fyrstu útskriftar meistaranema í arkitektúr á Íslandi. Verk Tatiönu einkennast af djúpri samkennd og samþættingu samfélagslegra gilda og sjálfbærni í hönnun. Tatiana hefur unnið til fjölda verðlauna síðan hún stofnaði Tatiana Bilbao ESTUDIO í Mexíkóborg árið 2004 og hún hefur kennt við Yale, Harvard, Columbia og fjölda annarra þekktra háskóla.


Þriðjudaginn 3. október hélt Tatiana Bilbao fyrirlesturinn The New Landscape: The Social í Grósku um mikilvægi samkenndar í hönnun og þróun okkar byggða umhverfis. Fyrirlestur Tatiönu endurspeglaði helstu gildi hennar en stofa Tatiönu er þekkt fyrir áherslu á þverfaglega nálgun viðfangsefnis með því að setja manneskjuna og hennar félagslegu þarfir í fyrirrúm. Grunnurinn að þessari nálgun er að skapa arkitektúr sem er virðisaukandi fyrir nærumhverfið. Viðburðurinn vakti mikla lukku og mæting fór fram úr væntingum þar sem arkitektar, áhugamenn, nemar, opinberir starfsmenn og ræðismaður Mexíkó fylltu sæti Grósku.



Tatiana Bilbao hélt einnig fimm daga vinnustofu dagana 2. til 6. október fyrir alla BA og MA arkitektanema LHÍ. Vinnustofan kafaði ofan í þær grunnhugmyndir sem hafa legið til grundvallar borgarskipulags til þessa. Allar borgir eru hannaðar og þróaðar til að vera vettvangur fyrir mannfólkið til að framleiða. Nútíma húsnæði virðist hins vegar oft gleyma að til þess að geta framleitt þurfum við að geta lifað. Umhyggja er undirstaða þess að geta lifað og skapað — en hvernig myndi borg umhyggjunnar líta út? BA og MA arkitektanemar LHÍ fengu að kljást við þessa spurningu og sýna afrakstur vinnustofunnar í rými Arctic Space á Óðinsgötu.


Heimsókn Tatiönu Bilbao til Íslands var skipulögð af Arctic Space sem hefur það að markmiði að skapa snertifleti milli alþjóðlegs og íslensks samtímaarkitektúrs. Arctic Space þakkar innilega styrktaraðilunum sem gerðu heimsókn Tatiönu mögulega: Reykjavíkurborg, LHÍ, Fræðagarður, Arkitektafélag Íslands auk fjölmargra íslenskra arkitektastofa


Umfjöllun um heimsókn Tatiönu Bilbao:


· English ·

One of the most important voices in contemporary architecture, Tatiana Bilbao, recently visited Iceland to give a lecture and lead a five-day workshop to celebrate the 20th anniversary of the architecture department of LHÍ (Iceland University of the Arts) and the first graduation of master's students in architecture in Iceland. Bilbao’s work is characterised by deep empathy and the integration of social values and sustainability in design. Bilbao has received numerous awards since the foundation of her studio, Tatiana Bilbao ESTUDIO, in Mexico City in 2004 and she has taught at Yale, Harvard, Columbia, and various other esteemed institutions. 


On Tuesday, October 3, Tatiana Bilbao held the lecture The New Landscape: The Social in Gróska in Reykjavík about the importance of empathy in the design and development of our built environment. Bilbao's studio is known for its emphasis on a multidisciplinary approach to a subject by putting the person and their social needs first. This came across clearly in her lecture and how the basis of this approach is to create architecture that adds value to the local environment. The event was a great success and the attendance exceeded expectations as architects, enthusiasts, students, civil servants, and the Mexican Consul filled Gróska's seats.


Tatiana Bilbao's visit to Iceland was organised by Arctic Space, which aims to create a platform for collaboration between international and Icelandic contemporary architecture. Arctic Space sincerely thanks the sponsors who made Bilbao's visit possible: the City of Reykjavík, LHÍ, Fræðagarður, the Architects Association of Iceland and numerous Icelandic architecture studios.

Comments


bottom of page