Fjölmenni við opnun New European Bauhaus í íslensku samhengi
- Már Másson Maack
- Aug 24
- 3 min read
Updated: Aug 31

Níunda sýning Arctic Space, New European Bauhaus í íslensku samhengi opnaði með pompi og prakt 21. ágúst síðastliðinn þegar áhugafólk um sjálfbærni í arkitektúr og byggingariðnaði safnaðist saman í sýningarrýminu á Óðinsgötu.
Sýningin er sprottin upp úr vinnustofu Grænni byggðar og Arkitektafélags Íslands sem haldin var í júní 2025 til að kanna hvernig hægt væri að aðlaga eina áhrifamestu stefnusetningu síðustu ára innan evrópsks arkitektúrs að íslenskum aðstæðum.
New European Bauhaus (NEB) er framtak sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hleypti af stokkunum árið 2021 og er innblásið af þverfaglegri og samvinnumiðaðari nálgun Bauhaus skólans og er ætlað að gera Græna sáttmálann (The European Green Deal) áþreifanlegan, ánægjulegan, heillandi og hagnýtan fyrir öll og sameina félagslega og menningarlega þætti hönnunar og arkitektúrs við tækni sem leggur áherslu á umhverfismál.
„Arctic Space er stoltur aðili að Grænni byggð og það er frábært að hýsa sýningu frá þeim um New European Bauhaus á Íslandi. Bauhaus spratt upprunalega fram á miklum tímamótum iðnþróunar og nú kemur NEB fram þegar við erum í svipuðum sporum. Það þarf að hugsa allan byggingariðnaðinn upp á nýtt og þessi sýning er mikilvægur liður í þeirri vinnu á Íslandi,” sagði Sigríður Maack, stofnandi Arctic Space og stjórnarmeðlimur í Arkitektafélagi Íslands, við tilefnið.
Grænni byggð eru frjáls félagasamtök (NGO) stofnuð árið 2010 til að hvetja til sjálfbærrar þróunar byggðar. Yfir 60 meðlimir samtakanna vinna að því markmiði að draga úr kolefnislosun hins byggð umhverfis, styðja við endurnýjun auðlinda með því að efla hringrásarhagkerfið í byggingargeiranum og að hvetja til framkvæmda sem skila heilbrigðum, endingargóðum og sjálfbærum byggingum.
Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Grænni byggð og hlutverk arkitektúrs og byggingargeirans í að skapa sjálfbæra framtíð og heilbrigðara samfélag á vefsíðu samtakanna.
· English · Arctic Space's ninth exhibition, 'New European Bauhaus in the Icelandic Context', opened on August 21st with great energy and excitement as sustainability enthusiasts, architects, and professionals from the construction industry gathered at the exhibition space on Óðinsgata.
The exhibition stems from a workshop hosted by The Green Building Council Iceland and the Association of Icelandic Architects in June 2025. The workshop explored how one of the most influential design frameworks in recent European architecture, the New European Bauhaus, could be adapted to Iceland’s unique conditions.
Launched by the European Commission in 2021, the New European Bauhaus (NEB) is inspired by the collaborative and cross-disciplinary spirit of the original Bauhaus movement. Its goal is to bring the European Green Deal to life — making it tangible, inspiring, and practical for everyone — by integrating social and cultural aspects of design and architecture with innovative technologies focused on environmental sustainability.
“Arctic Space is proud to be a member of The Green Building Council Iceland and it’s a privilege to host an exhibition highlighting the New European Bauhaus here in Iceland. Bauhaus originally emerged during a time of significant transformation, and we find ourselves facing similar challenges today as NEB emerges. We need to rethink the entire construction industry from the ground up, and this exhibition plays an important role in advancing that work in Iceland,” said Sigríður Maack, founder of Arctic Space and board member of the Association of Icelandic Architects.
The Green Building Council Iceland is a non-governmental organisation (NGO) founded in 2010 with the mission of promoting sustainable development in the built environment. The organisation's over 60 members are dedicated to reducing carbon emissions, strengthening the circular economy within the construction sector, and encouraging projects that deliver healthier, more durable, and environmentally responsible buildings.
Further information about The Green Building Council Iceland, as well as insights into the role of architecture and the construction industry in creating a sustainable future and a healthier society, can be found on the organisation’s website.
















