15.12.24 - 31.01.25
sýnendur · exhibitors: Jóhannes Hrefnuson Karlsson
sýningarstjóri · curator: Jarþrúður Iða Másdóttir
tímabil · period: 15.12.24 - 31.01.25
Ljósmyndasýningin Án orða býður gestum í hugrænt ferðalag gegnum borgarlandslag Reykjavíkur og náttúru Íslands út frá formunum sem við höfum skapað. Gestir fá að upplifa umbreytingar frá drunga og dimmu yfir í birtu og einkennilegri heimþrá sem erfitt er að koma orðum að.
Án orða einkennist af línum, ljósi og áferð í arkitektúr sem Jóhannes upphefur í gegnum ástríðu hans fyrir ljósmyndun. Jóhannes hefur einnig fengist við að fanga form Hallgrímskirkju í gegnum kertagerð úr býflugnavaxi. Bæði ljósmyndir og kerti verða til sölu í Arctic Space sem eru tilvalin í jólagjöfina fyrir áhugafólk um arkitektúr.
Opið verður alla daga til jóla og á föstudögum og laugardögum fram til sýningarloka þann 31. janúar, 2025.
· English ·
The photography exhibition 'Speechless' invites visitors on a cognitive journey through the urban landscape of Reykjavík and the nature of Iceland, exploring through the forms we have created. Guests will experience transformations from gloom and darkness into light and a peculiar nostalgia for Iceland that is difficult to put into words.
'Speechless' is characterised by lines, light, and textures in architecture, which Jóhannes elevates through his passion for photography. Jóhannes has also captured the forms of Hallgrímskirkja through candle-making with beeswax. Both photographs and candles will be available for purchase at Arctic Space, making them ideal Christmas gifts for architecture enthusiasts.
The exhibition will be open every day until Christmas and then on Fridays and Saturdays until the exhibition concludes on 31 January 2025.